Ýsa með raspi og rækjumÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4429 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ýsa með raspi og rækjum. Fiskur, eftir eigin vali, etv. ýsa Hveiti Salt Pipar Aromat 2 egg 1 rauð paprikka 1 laukur 1 bakki ferskir sveppir 250 grömm rækjur 1/4 dós maísbaunir Rifinn ostur Aðferð fyrir Ýsa með raspi og rækjum: Þeytið eggin. Hellið hveiti á disk og kryddið með salti, pipar og aromati. Veltið fisknum upp úr hveitiblöndunni og svo upp úr eggjunum. Steikið fiskinn á pönnu og leggjið hann í eldafast mót. Saxið paprikku, lauk og sveppi og steikið á pönnu í miklu smjörlíki. Stráið rækjum og maísbaunum yfir fiskinn og hellið svo grænmetinu af pönnunni yfir. Stráið rifnum osti yfir allt saman og bakið í vel heitum ofni þar til osturinn er bráðnaður. þessari uppskrift að Ýsa með raspi og rækjum er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 12.01.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|