Ýsa með graskersfræum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4231

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ýsa með graskersfræum.

500 grömm ýsa
Smá olía
Smjör

Salat:
1 toppkál
2 hvítlauksgeirar
1 laukur
1 desilítri grísk jógúrt
1 sítróna
Ólífuolía
2-3 dillkvistir
2 myntukvistir
Graskersfræ
Salt og pipar


Aðferð fyrir Ýsa með graskersfræum:

Skolið kálið og skerið það í strimla. Setjið það í skál. Saxið hvítlaukinn og skerið laukinn í þunnar sneiðar. Setjið þetta í skálina ásamt jógúrti, olíu, saxaðri myntu og sítrónusafa. Blandið öllu saman og smakkið til með salti og pipar. Stráið graskersfræum og dilli yfir.
Skerið fiskinn í sneiðar og kryddið með salti og pipar. Hitið pönnu með blöndu af smjöri og olíu og steikið fiskinn, í cirka 5 mínútur, á hvorri hlið. Berið fram ásamt salatinu og jafnvel kartöflum.


þessari uppskrift að Ýsa með graskersfræum er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ýsa með graskersfræum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Ýsa  >  Ýsa með graskersfræum