Wokstrimlar í límónusúpuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Já - Slög: 2395 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Wokstrimlar í límónusúpu. 250 grömm svínakjöts-wokstrimlar 2-3 vorlaukar ½ matskeið olía 4 desilítrar kjötkraftur 2 desilítrar kókosmjólk ½ teskeið túrmerik 1 teskeið sykur 2 ½ desilítri frosnar grænar baunir 1/2-1 teskeið sambal oelek 1 matskeið sojasósa 1 límóna eða 1 matskeið sítrónusaft Salt og pipar Meðlæti: Hrísgrjón og smá rauður chili Aðferð fyrir Wokstrimlar í límónusúpu: Þerrið kjötið og skerið það í minni bita. Skerið græna toppinn af vorlauknum í þunnar sneiðar og geymið. Skerið restina í sneiðar og steikið í olíu, í potti. Bætið kjötkrafti, kókosmjólk, túrmerik og sykri við. Látið þetta malla við vægan hita, í 2-3 mínútur. Setjið kjötið í, látið þetta sjóða aftur. Setjið baunirnar í og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Smakkið til með sambal oelek, sojasósa, límónusafa, salti og pipar. Skreytið með grænum vorlauk og berið fram með hrísgrjónum, skreyttum með chili. þessari uppskrift að Wokstrimlar í límónusúpu er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|