VillibráðarsósaÁrstíð: Haust - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 9349 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Villibráðarsósa. Cirka 280 grömm af þurkuðum villisveppum (1 poki) 1-2 skarlottulaukar 1 1/2 desilítrar púrtvín 3 desilítrar villibráðasoð 1-3 desilítrar rjómi Títuberjasulta Gráðostur Aðferð fyrir Villibráðarsósa: Setið sveppina í bleyti. Saxið laukin mjög smátt og steikið í olíu, hellið púrtvíni og soði saman við og sjóðið niður um helming, setið sveppina saman við ásamt rjómanum. Látið malla í cirka 5 mínútur og kryddið með salti og pipar. Gott er að láta sósuna standa í 10-15 mínútur til að fá meiri kraft úr sveppunum. Áður en sósan er borin fram er hún hituð upp aftur, setið þá sultu og gráðaost saman við, eftir smekk og smakkið til. Þykkið með maisenamjöli, eftir óskum. þessari uppskrift að Villibráðarsósa er bætt við af Elinborgu þann 13.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|