Vanilluís með rabbabaragraut![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3487 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Vanilluís með rabbabaragraut. 500 grömm ósnyrtur rabbabari 150 grömm strásykur 2 matskeiðar vanilludropar Vanilluís ![]() Aðferð fyrir Vanilluís með rabbabaragraut: Snyrtið rabbabaran og skerið cirka í 5 mm sneiðar. Setjið rabbabaran, strásykur og vanilludropa í pott og hrærið þar til suðan kemur upp. Látið lok á pottinn, en hann á þó bara að vera hálflokaður. Látið þetta krauma í 3 mínútur, setjið þá lokið alveg á og látið þetta sjóða í 2 mínútur. Rabbabarinn á að vera mjúkur og farinn að leysast upp í bleiku sírópinu. Hellið þessu í könnu og látið kólna. Hellið þessu svo yfir ísinn og berið fram. þessari uppskrift að Vanilluís með rabbabaragraut er bætt við af Sylvíu Rós þann 03.06.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|