Ufsi með tómötum og kartöflum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4455

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ufsi með tómötum og kartöflum.

800 grömm ufsi
½ desilítri ólífuolía
3 hvítlauksgeirar
1 laukur
1 dós hakkaðir tómatar
2 lárviðarlauf
6-8 kartöflur
1 græn paprika
2 tómatar
1 desilítri hvítvín eða vatn
Safinn úr ½ sítrónu
Salt og pipar


Aðferð fyrir Ufsi með tómötum og kartöflum:

Skerið fiskinn í passandi bita og leggjið hann í eldfast mót. Hellið sítrónusafa yfir og stráið salti yfir. Saxið lauk og hvítlauk og steikið létt í ólífuolíu. Bætið hvítvíni, tómötum og lárviðarlaufunum á pönnuna. Látið þetta malla í 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Skerið kartöflurnar í báta en tómatana og paprikuna í sneiðar. Leggjið kartöflurnar í mótið, við hliðina á fisknum og hellið sósunni yfir. Leggjið grænmetið yfir allt saman og bakið í 30 mínútur, við 200 gráður. Berið fram með góðu brauði og salati.


þessari uppskrift að Ufsi með tómötum og kartöflum er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ufsi með tómötum og kartöflum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Ufsi með tómötum og kartöflum