Túnfiskssalat


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6767

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Hægt er að nota 1/3 af sýrðum rjóma og 2/3 af rjómaost í staðinn fyrir majónes ef maður vill léttara salat.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Túnfiskssalat.

1 dós túfiskur í vatni eða olíu
1 egg
1 laukur
2 matskeiðar sítrónusafi
Majónes
Salt
Pipar


Aðferð fyrir Túnfiskssalat:

Harðsjóðið eggið (cirka 8 mínútur í suðu) og skerið í litla bita. Hellið olíunni / vatninu frá túnfisknum og skerið fiskinn í minni bita. Skerið laukinn smátt. Hellið öllu í skál og hellið sítrónusafa yfir. Kryddið með salti og pipar. Setjið majónes í eftir smekk (cirka 1/2 desilíter). Hrærið vel saman. Salatið á að vera mjúkt, en þó ekki þannig að maður geti séð majónesið eins og í t.d hangikjötssalati. Ef maður vill hafa grænmeti í er gott að nota sellerí, græna paprikku, mais og þess háttar. Vill maður meira kryddað salat er hægt að nota chili, tabasco eða karrý.

þessari uppskrift að Túnfiskssalat er bætt við af Sylvíu Rós þann 18.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Túnfiskssalat
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Túnfiskur  >  Túnfiskssalat