Tortellini með sveppa- og skinkusósuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 5993 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tortellini með sveppa- og skinkusósu. 1 pakki tortellini 1 pakki skinkubitar 1 bakki sveppir 2 meðalstórir rauðlaukar ½ líter rjómi Salt og pipar Aðferð fyrir Tortellini með sveppa- og skinkusósu: Skerið sveppina í bita og hakkið laukinn. Steikið sveppina og smávegis lauk á pönnu með smá olíu, kryddið með salti og pipar. Bætið vatni á pönnuna og látið malla. Sjóðið tortelliniið. Bætið skinkubitunum og rjóma á pönnuna. Látið koma upp suðu og blandið tortelliniinu samavið. Látið malla í 10 mínútur og bætið að lokum afgangnum af lauknum á pönnuna og kryddið með salti og pipar. þessari uppskrift að Tortellini með sveppa- og skinkusósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|