Tiramisu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4291

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tiramisu.

18-20 ladyfingers
3 eggjarauður
3 eggjahvítur
200-250 gröm mascarponeostur
1 bolli sterkt kaffi (gjarnan með sykri/sætuefni)
1 glas ( ½ - ¾ dl) Marsala
30 gröm sykur
Kakó


Aðferð fyrir Tiramisu:

Takið helminginn af kexinu og stingið öðrum endanum snögglega í kaffið. Leggið í mót, með kaffiendan útávið til skiftis. Hellið helmingnum af Marsalanu yfir. Látið liggja í bleyti í cirka 12 tíma. Þeytið eggjarauðurnar saman við sykurinn og bætið ostinum í, þeytið þangað til osturinn er laus við alla kekki. Hrærið 2 matskeiðum Marsala saman við. Þeytið eggjahvíturnar og bætið varlega samanvið. Smyrjið helmingnum af kreminu ofaná kexið. Endurtakið kaffidæmið með hinn helminginn af kexinu og leggið ofaná kremið. Hellið Marsala yfir. Smyrjið afganginum af kreminu ofaná. Geymið í kæli í að minnsta kosti 15 tíma. Stráið kakói yfir rétt áður en tiramisuið er borið fram.

þessari uppskrift að Tiramisu er bætt við af Sylvíu Rós þann 07.07.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Tiramisu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ítalskar uppskriftir  >  Tiramisu