Þriggjabotnakaka


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3529

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Þriggjabotnakaka.

3 egg
3 desilítri sykur
3 desilítrar hveiti
1 ½ teskeið lyftiduft
2 teskeiðar vanillusykur
6 matskeiðar sjóðandi vatn.

Smjörkrem:
1 ½ desilítri rjómi
½ matskeiðar kartöflumjöl
½ desilítri sykur
2 eggjarauður
Vanillusykur
125 grömm smjörlíki

Glassúr:
2 desilítrar rjómi
2 desilítrar sykur
2 teskeiðar kakó

Vínber til skreytingar


Aðferð fyrir Þriggjabotnakaka:

Egg og sykur þeytt mjög vel. Vanillusykri, sykri, hveiti og lyftidufti sáldrað saman við. Vatnið sett að síðustu í. Deigið sett í smurt, hveitistráð form og bakað við 200-225 gráður, þar til kakan fer að losna frá börmum formsins.

Smjörkrem.:
Blandið saman rjóma, kartöflumjöli, sykri og eggjarauðum í pott. Sjóðið þar til blandan þykknar, hrærið stöðugt í á meðan. Hrærið einnig í kreminu á meðan það kólnar. Smakkið til með vanillusykri. Hrærið smjörið létt og ljóst og blandið öllu þar saman við.

Glassúr:
Öllu blandað saman í pott og látið sjóða. Hrært í af og til. Tekið af hitanum og látið kólna.

Skiptið tertunni í þrennt og smyrjið smjörkreminu á milli. Hellið glassúrnum yfir tertuna. Látið hana bíða aðeins og skreytið með afganginum af smjörkreminu og vínberjum.

Gott er að nota tvinna til að skipta tertubotninum í þrennt. Þá er tvinnanum brugðið utan um botninn, bragð sett á og hert að, þar til tvinninn hefur skorið botninn í sundur.


þessari uppskrift að Þriggjabotnakaka er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Þriggjabotnakaka
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Þriggjabotnakaka