ÞorsksrúllurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6056 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Þorsksrúllur. 800 grömm þorskur 1 lítri rjómi 6 stórar límónur 4 stórar gulrætur 4 tortillapönnukökur 150 grömm hrísgrjón 3 stórar paprikkur 2 kúrbítar 2 púrrlaukar 4 matskeiðar olía 3 matskeiðar taco-mix Salt Aðferð fyrir Þorsksrúllur: Setjið fiskinn í eldfast mót, klætt með álpappír og gufusjóðið í cirka 12 mínútur. Látið hann svo bíða í cirka 10 mínútur. Skerið tortillurnar í 2 ræmur, cirka 12 cm hver. Rúllið tortillunum upp (það á að vera pláss inn í) og bindið þær saman með gufusoðnum púrrlauksræmum. Troðið fisk inn í og skerið svo ofan af tortillunum svo þær verði cirka 6 cm á hæð. Skolið hrísgrjónin og hellið þeim í pott með heitri olíu. Látið þau “poppa” smá og bætið svo 1 ½ lítra af vatni í pottinn. Saltið og kryddið með taco-mixi. Látið þetta malla í um 12 mínútur. Skerið paprikkurnar, kúrbítana, púrrlaukinn og gulræturnar í ræmur og steikið í olíu. Hellið rjóma í pott, kreistið safann úr 4 límónum útí og smakkið til með salti. Látið sósuna malla þar til hún er nægilega þykk. Setjið grænmetið á fat. Látið fiskirúllurnar ofaná. Hellið smá sósu yfir. Hellið afgangnum af sósunni á fatið í kringum rúllurnar. Skreytið fiskirúllurnar með þunnum límónuskífum og berið fram. þessari uppskrift að Þorsksrúllur er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|