Thai-kjúklingurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 15726 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Thai-kjúklingur. 200 gröm brokkolí 1 stór rauð paprikka 1 stór laukur 1 matskeið grænt karrýmauk 3 hvítlauksgeirar 500 gröm kjúklingabringa í sneiðum 1 matskeið ostrusósa 2 matskeiðar limesafi 2 teskeiðar púðursykur 1 matskeið sæt chilisósa 1 lítill ferskur chili 1 dós bambus Aðferð fyrir Thai-kjúklingur: Hreinsið allt grænmetið. Skerið brokkolíið í bita og hitt grænmetið í lítla teninga. Skerið kjúklinginn í passlegar sneiðar. Setjið kjúklinginn í ósmurðan wok pott. Setjið allt grænmetið nema brokkolíið í pottinn og steikið með kjúklingnum. Bætið ostrusósu, limesafa, hvítlauk og chilisósu út í og látið malla með. Kryddið með salti og pipar og evt. meira af hvítlauk og chilisósu. Bætið brokkolíinu í þegar kjúklingurinn er tilbúin og látið malla í nokkrar mínútur. Berið fram með hrísgrjónum eða búlgur. þessari uppskrift að Thai-kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 12.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|