Tandoori KjúklingurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Já - Slög: 5665 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tandoori Kjúklingur. 1 kjúklingur (cirka 1-1 ½ kíló) Tandoorimarinaði: 3 teskeiðar kúmen ½ teskeið kanel 1 teskeið rifinn engifer 1 teskeið paprikkuduft 5 desilítrar jógúrt Meðlæti Cous Cous eða hrísgrjón. Aðferð fyrir Tandoori Kjúklingur: Takið haminn af kjúklingnum og skerið í 8 bita. Blandið jógúrtinu og kryddinu saman í skál og leggið kjúklinginn í löginn. Setjið plastfilmu yfir og látið liggja í að minnsta kosti klukkutíma, en gjarnan í eina nótt. Hitið ofninn á 250 gráður og setjið kjúklingabitana á plötu. Hendið afganginum af marinaðinu. Snúið kjúklingnum öðru hvoru þar til bitarnir eru gullinbrúnir á öllum hliðum. Sjóðið hrísgrjón eða cous cous. Setjið á disk og leggjið kjúklingabitana ofan á. Skreytið með kóríander eða öðrum jurtum. þessari uppskrift að Tandoori Kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|