SvínasteikÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7892 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Svínasteik. 1 1/2 kíló svínasteik 1 matskeið gróft salt 2-3 lárviðarlauf 2-3 skarlottulaukar 5-6 desilítrar kjötkraftur Sósa: 5-6 desilítrar safi frá kjötinu + smá vatn 1-1 1/2 matskeið hveiti 1/2 desilíter vatn Salt Pipar Evt. sósulitur Aðferð fyrir Svínasteik: Skerið í pöruna niður að kjötinu með 1 1/2 cm millibili, reynið að skera ekki í kjötið. Nuddið salti á kjötið og inn í rifurnar. Stingið janvel lárviðarlaufunum í rifurnar. Setjið steikna á ristina í ofninum og ofnskúffu undir. Reynið að láta pöruna liggja alveg beina, hægt er að setja álpappír eða kartoflu undir steikina svo hún liggji beint. Setjið lauk og kjötkraft í ofnskúffuna. Setjið steikina í miðjan ofninn og stillið á 200 gráður. Eldið í cirka 1 1/2 tíma. Ef maður á kjötmæli á miðjuhitinn að vera 65 gráður, þá er steikin tilbúin. Takið steikina úr ofninum og hellið vökvanum til hliðar. Ef paran er ekki stökk er hægt að setja ofninn á 250 gráður og á grill í 5-10 mínútur. Látið steikina "anda" í 20 mínútur. Nú ætti hitinn í miðjunni að vera 70 gráður. Sósa: Sigtið kjötsaftið ofaní pott og látið bíða í augnablik. Fjarlægið óþarfa fitu. Hristið hveiti og vatn saman í jafning og hrærið saman við sjóðandi kjötsafan, Smakkið til og látið sjóða í nokkrar mínútur. Skurður: Skerið pöruna af og skerið hana í bita. SKerið kjötið í 1/2 cm þykkar sneiðar. Verið ykkur að góðu! þessari uppskrift að Svínasteik er bætt við af Sylvíu Rós þann 19.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|