Svínalund með sítrónupestóÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3670 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Svínalund með sítrónupestó. 1 svínalund, cirka 300 grömm Salt og pipar 10-25 grömm smjör eða olía Pasta: 200 grömm grænar baunir 150 grömm pasta Pestó: 75 grömm jógúrt 1 sítróna 2 matskeiðar mjólk Ferskur basill Aðferð fyrir Svínalund með sítrónupestó: Sjóðið pastað. Sjóðið baunirnar með pastanu í smá stund. Hellið þessu í sigti og látið drjúpa úr. Hellið þessu svo aftur í pottinn. Snyrtið svínalundina. Skerið kjötið í 2 cm sneiðar. Þerrið kjötið og kryddið með salti og pipar. Hitið smjör á pönnu, þar til að er gullið. Brúnið kjötið í 1 mínútu, á hvorri hlið. Lækkið undir pönnunni og steikið kjötið áfram í cirka 1 mínútu á hvorri hlið. Hrærið jógúrt, ½ teskeið af rifnum sítrónuberki og 1 matskeið af sítrónusafa saman við. Kryddið með salti og pipar. Hellið blöndunni yfir pastað. Bætið evt. mjólk við og skreytið með ferskum basil. þessari uppskrift að Svínalund með sítrónupestó er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|