Svínakótelettur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6912

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Svínakótelettur.

4 svínakótelettur
2 paprikkur (ekki grænar)
1/2 kúrbítur
1 meðalstór laukur
2 hvítlauksgeirar
2 teskeiðar karrý
1 teskeið paprikkuduft
Olía
Salt og pipar
Vatn

Meðlæti:
4 desilítrar hrísgrjón
Súpubrauð

Aðferð fyrir Svínakótelettur:

Hitið olíu á pönnu og setjið karrýið í. Það freyðir örlítið, brúnið kóteletturnar þegar karrýið er hætt að freyða. Þær eiga að brúnast í 1 mínútu á hverri hlið. Setjið þær þvínæst í eldfast mót og kryddið með salti og pipar.

Hreinsið og skerið, hvítlauk, lauk og paprikkur. Skolið kúrbítinn og skerið í báta eða sneiðar. Brúnið grænmetið á pönnu og hellið yfir kjötið. Kryddið með paprikkudufti og hellið vatni í mótið svo það hylji hráefnin.

Eldið í ofni við 175 gráður í cirka 35-40 mínútur.

þessari uppskrift að Svínakótelettur er bætt við af Sylvíu Rós þann 19.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Svínakótelettur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Spænskar uppskriftir  >  Svínakótelettur