Súpa með hörpuskel


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5394

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súpa með hörpuskel.

1 lítri vatn
1 desilítri hvítvín
½ lítill blaðlaukur, græni hlutinn
1 gulrót
1 sellerístilkur
1 hvítlauksgeiri
1 matskeið tómatmauk
1 ½ teskeið karrý
2 fiskiteningar
4 súputeningar
2 desilítrar rjómi
1 dós kókosmjólk
Salt og pipar

Smjörbolla:
50 grömm smjör
50 grömm hveiti

Fiskur:
100 grömm skelflettur humar
100 grömm rækjur
100 grömm hörpuskel
Fiskur eftir smekk, t.d ýsa, þorskur, silungur eða skötuselur
½ rauð paprika, finsöxuð
½ desilítri söxuð steinselja

Aðferð fyrir Súpa með hörpuskel:

Skerið baðlauk, sellerí og gulrót niður og steikið létt í olíu á pönnu ásamt karrý og tómatmauki. Setjið vatnið, hvítvínið, hvítlauk og teningana í pott ásamt steikta grænmetinu. Sjóðið í 15 mínútur. Sigtið grænmetið frá. Bakið upp með smjörbollunni. Bætið kókosmjólk og salt og pipar eftir smekk, suðan látin koma upp. Rjóma hrært út í ásamt fiskinum, paprikunni og steinseljunni. Soðið í 2-3 mínútur og borið fram strax með brauði og afgangi af hvítvíni.


þessari uppskrift að Súpa með hörpuskel er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Súpa með hörpuskel
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Súpa með hörpuskel