Súkkulaðikonfekt


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3230

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súkkulaðikonfekt.

75 grömm suðusúkkulaði
175 grömm smjörlíki eða smjör
2 desilítrar sykur
2 egg
1,5 desilíter hveiti
1 teskeið lyftiduft
2 teskeiðar vanillusykur
2 desilítrar valhnetukjarnar
1 matskeið malað kaffi

Skreyting
300-359 grömm suðusúkkulaði
1,5 matskeið olía
0,5-1 desilíter valhnetukjarnar


Aðferð fyrir Súkkulaðikonfekt:

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði og kælið. Hrærið sykur og egg saman. Hakkið valhnetukjarnana og leysið kaffið upp í einni matskeið af heitu vatni. Blandið lyftidufti, hveiti og vanillusykri saman. Hellið súkkulaði, hveiti, valhnetukjörnunum og kaffinu saman við eggja og sykurblönduna. Setjið bökunarpappir í eldfast mót (cikra 15x25 cm) og hellið blöndunni í. Bakið í ofni við 175 gráður í 30 til 35 mínútur. Skerið í litla bita þegar þetta er orðið kalt.

Skreyting:
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið olíunni útí. Dýfið bitunum ofaní og leggjið einn valhnetukjarna á hvern bita, þegar súkkulaðið er storknað er konfektið tilbúið.


þessari uppskrift að Súkkulaðikonfekt er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Súkkulaðikonfekt
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Súkkulaðikonfekt