Steikt ýsaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5355 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Steikt ýsa. 400 grömm fersk ýsa (eða annar fiskur) Salt og pipar 1 matskeið hveiti Smjör (til steikingar) 2 ½ desilíter rjómi 1 hvítlauksgeiri 2 matskeiðar rifin piparrót Salt 1 lítill gulur kúrbítur 1 lítll grænn kúrbítur Hrísgrjón eða kartöflur Aðferð fyrir Steikt ýsa: Stráið salt yfir fiskinn og setjið hann í ísskápinn 1-2 tímum áður en hann á að matreiðast. Það eykur bragðið. Skerið kúrtbítinn langsum og skafið kjarnan úr, skerið svo í litla teninga, leggjið til hliðar, þær eiga að sjóða í létt söltu vatni í 2 mínútur rétt áður en maturinn er borinn fram. Sjóðið rjóman með hvítlauk og helmingnum af piparrótinni. Hrærið linnulaust, sigtið sósuna og smakkið hana til með salti, pipar og afgangnum af piparrótinni. Stráið pipar yfir fiskinn og veltið honum upp úr hveiti, steikið fiskinn þar til hann er gullinbrúnn og berið fram með piparrótarsósunni og léttsoðnum kúrbít. þessari uppskrift að Steikt ýsa er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|