Spaghetti bolognese


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 12285

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Spaghetti bolognese.

500 grömm ungnautahakk
2-4 gulrætur
3 stilkar af sellerí
1 rauð paprika
1 stór laukur
1 hvítlaukur
½ lítri pilsner eða ½ flaska rauðvín
3 dósir af hökkuðum tómötum
1 stór dós tómatpuré
6 súputeningar Honning
1 matskeið basilikum
1 matskeið oregano
½ teskeið fennel
Nokkrar slettur af tabasco sósu
Salt og pipar

Aðferð fyrir Spaghetti bolognese:

Hakkið er þurrsteikt á pönnu með súputeningunum. Grænmetið skorið smátt og mýkt í potti með olíu, þar til laukurinn er orðinn glær. Þá er hakkið sett út í ásamt kryddi og látið malla í cirka 5 mínútur en þá tómötunum og tómatpuré bætt út í . Látið þetta malla í 5 mínútur og setjið þá bjór eða rauðvín út í. Látið þetta malla í 2-3 tíma þar til þetta er mátulega þykkt. Berið fram með spaghetti, salati og brauði.


þessari uppskrift að Spaghetti bolognese er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Spaghetti bolognese
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Spaghetti bolognese