Sólskinskaka með karamellukremiÁrstíð: Páskar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 10570 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Sólskinskaka með karamellukremi. 120 grömm smjörlíki 1 1/2 desilítri sykur 2 egg 2 desilítrar hveiti 1 teskeið lyftiduft 35 grömm möndlur Karamellukrem: 2,5 desilítrar rjómi 1 1/2 desilítri sykur 3 matskeiðar síróp 2 matskeiðar smjör 1 teskeið vanilludropar Aðferð fyrir Sólskinskaka með karamellukremi: Hrærið smjör, sykur og egg saman. Blandið þurrefnunum saman ásamt söxuðum möndlunum. Bætið því út í smjörhræruna. Hrærið allt vel saman og hellið deginu í smelluform. Bakið við 180-200 gráður, þar til kakan fer að losna frá börmum formsins. Þegar kakan er orðin köld er hún hulin með karamellukremi. Karamellukrem: Sjóðið rjóman, sykurinn og sírópið saman, við vægan hita, þar til blandan fer að þykkna. Hrærið smjörinu og vanilludropunum saman við og látið kremið kólna dálítið áður en því er smurt á kökuna. þessari uppskrift að Sólskinskaka með karamellukremi er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 09.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|