SnitzelÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4388 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Snitzel. 2-3 egg 1-2 matskeiðar hveiti Mjólk Rasp Snitzel Salt og pipar Smjörlíki og matarolía Aðferð fyrir Snitzel: Blandið saman eggjum, hveiti og mjólk í einn disk og stráið raspi á annan. Hamrið snitzelin aðeins og veltið þeim svo fyrst upp úr blöndunni og svo upp úr raspinu. Steikið í smjörlíki og matarolíu á pönnu við meðalhita. Kryddið með salti og pipar. Steikið kjötið í 5-6 mínútur á hvorri hlið og leggjið sneiðarnar svo á grind yfir ofnskúffu og látið standa í ofnií cirka 30 mín við 150-160 gráður. Berið fram með kartöflum, salati og góðri sósu. þessari uppskrift að Snitzel er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|