Snitsel með pastasósu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Já - Slög: 4982

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Það er einnig hægt að bera þennan rétt fram sem aðalrétt.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Snitsel með pastasósu.

2 skinkusnitsel cirka 1 cm þykk
15 grömm smjör

Cajun kryddblanda:
2 teskeiðar paprikka
1 tekskeið salt
½ teskeið hvítlauksduft
¼ teskeið cayennepipar
¼ teskeið svartur pipar
½ teskeið Herbes de Provence

Pastasósa:
1 lítill laukur
1 hvítlauksgeiri
2-3 stilkir blaðsellerí
½ matskeið olía
½ dós hakkaðir tómatar
1 teskeið þurrkað oregano
Salt og pipar

Meðlæti: 200 gröm pasta


Aðferð fyrir Snitsel með pastasósu:

Pastasósa: Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið ásamt selleríinu, í potti með smjöri. Hellið hökkuðum tómötum, oregano, salti og pipar útí og látið sósuna malla við vægan hita í cirka 5 mínútur. Smakkið til.

Sjóðið pastað

Blandið kryddinu saman í cajunblönduna

Þerrið snitselin með pappír og stráið kryddblöndu á báðar hliðar. Bræðið smjör á pönnu við háan hita. Brúnið snitselin snögglega á báðum hliðum. Lækkið undir pönnunni og steikið snitselin í 1-2 mínútur á hverri hlið, eða þar til þau eru steikt í gegn. Ef kjötið á að vera rautt skal maður steikja það í skemmri tíma.

Það er líka hægt er að kaupa cajunblönduna tilbúna.


þessari uppskrift að Snitsel með pastasósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Snitsel með pastasósu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Svínakjötsuppskriftir  >  Snitsel með pastasósu