Saltkjöt og baunir


Árstíð: Sprengidag - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 12420

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Saltkjöt og baunir.

Saltkjöt, magn eftir hversu margir eru í mat.
Gular baunir, 450 grömm (fyrir 6 manns).
Gulrófur
Gulrætur
Laukur, ef vill

Aðferð fyrir Saltkjöt og baunir:

Baunirnar lagðar í bleyti í 6-10 tíma. Það er ekki nauðsynlegt, en það er betra. Kjötið er soðið í vatni. Baunirnar eru skolaðar vel og settar sér í pott með nýju vatni. Einn til tveir kjötbitar soðnir með. Bragðað til með meiru soði af kjötinu, eða vatni ef súpan verður of sölt. Gulrófurnar og gulræturnar eru skornar frekar smátt og soðnar í súpunni, ásamt lauk, ef þið eruð hrifin af laukbragði, en honum má sleppa.

þessari uppskrift að Saltkjöt og baunir er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 04.02.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Saltkjöt og baunir
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Saltkjöt og baunir