Sæla


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3601

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Sæla.

4 eggjahvítur
2 1/2 desilítrar sykur
5 desilítrar kókosmjöl
50 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum) brytjað

Krem
4 eggjarauður
4 matskeiðar flórsykur
50 grömm smjör
150 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum)
3 desilítrar rjómi þeyttur



Aðferð fyrir Sæla:

Botnar:
Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið sykurinn smám saman út í á meðan. Bætið kókosmjölinu og súkkulaðinu varlega saman við. Bakið í tveimur 22 cm tertumótum við 150 gráður í um það bil 45 mínútur.

Krem:
Þeytið saman eggjarauður og flórsykur. Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði, kælið lítið eitt og hellið súkkulaðiblöndunni út í eggjahræruna. Setjið hluta af kreminu og rjómanum á milli botnanna og afganginn af kreminu ofan á. Þessa köku er tilvallið að frysta og bera fram hálf frosna.


þessari uppskrift að Sæla er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 28.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Sæla
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Sæla