Rússnesk laxasúpa


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5378

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Rússnesk laxasúpa.

1/2 kíló nýr lax
2 lítrar vatn
2 blaðlaukar
1 gulrót
2 laukar
1/3 seljurót
50 grömm smjör
4 matskeiðar sýrður rjómi
3 matskeiðar tómatmauk
1/2 sítróna
1 lárviðarlauf
5 heil piparkorn
2 timiangreinar
2 laukar
Látið í kryddpoka
Kryddvöndur:
Blaðlaukur
Steinseljustilkur

Aðferð fyrir Rússnesk laxasúpa:

Fiskurinn er hreinsaður, beinin soðin ásamt kryddvendinum í 1/2 tíma, soðið er síðan síað.
Blaðlaukur, gulrót og laukur skorið smátt og hitað í smjörinu, síuðu soðinu bætt út í ásamt tómatmaukinu. Súpan er soðin í 20 mínútur ásamt kryddpokanum.
Laxinn er skorinn í litla bita og látinn útí súpuna sem er soðin áfram í 8-10 mínútur. Bragbætið súpuna með salti og/eða fiskikrafti. Að lokum er sýrða rjómanum sprautað í toppa yfir súpuna.

Munið að hafa allt hráefni nýtt og ferskt, reynið að sleppa niðursuðudósunum. Það er viss ástríða í nýjum og ferskum hráefnum. Takið ykkur tíma til að undirbúa hráefninn áður en þið byrjið og þá er ég fullviss að það myndist viss rómantík í kringum hráefnin og að ástin blómstri frá rússnesku laxasúpunni.

þessari uppskrift að Rússnesk laxasúpa er bætt við af Sósaður þann 12.06.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Rússnesk laxasúpa
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Súpuuppskriftir  >  Rússnesk laxasúpa