Roast beef í súpuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3959 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Roast beef í súpu. 1 matskeið ólífuolía 400 grömm rauðkálshöfuð, fínskorið (fjarlægið ystu blöðin og stilkinn) 2 rauðlaukar í sneiðum 1 grænt epli, skrælt, kjarnhreinsað og skorið í teninga 1 matskeið púðursykur 2 hvítlauksgeirar, marðir og saxaði 3 matskeiðar rauðvínsedik 1 líter nautakjötssoð Salt og pipar 600 grömm nautafillet, sinahreinsað Sósa: 2 teskeiðar piparrót, rifin 2 teskeiðar hvítvínsedik 1 teskeið dijonsinnep 1 dós sýrður rjómi Aðferð fyrir Roast beef í súpu: Hitið ofninn í 150 gráður. Setjið epli, rauðkál, rauðlauk, púðursykur, hvítlauk, rauðvínsedik og ½ bolla af nautakjötssoðinu í eldfast mót eða pott. Bætið ólífuolíunni út í, svo salti og pipar og blandið vel saman. Setjið lok eða álpappír yfir og bakið í cirka 2 klukkustundir. Skoðið á 30 mínútna fresti hvort blandað sé of þurr, setjið þá eina matskeið af nautakjötssoðinu saman við. Takið mótið úr ofninum eftir 2 klukkustundir og látið það standa aðeins með lokinu. Hækkið hitan á ofninum í 200 gráður. Brúnið nautafillet á pönnu upp úr ólíuolíu og kryddið með salti og pipar. Setjið í ofninn í u.þ.b 10-12 mínútur, eigi kjötið að vera lítið steikt en 25 mínútur ef þið viljið að kjötið sé vel steikt. Takið kjötið úr og látið standa í 5 mínútur, áður en það er skorið í þunnar sneiðar. Sósa: Blandið öllu saman og kælið. Setjið sósuna á toppinn á súpunni þegar hún er komin á hvern og einn súpudisk og njótið vel. þessari uppskrift að Roast beef í súpu er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|