Rifsberjapæ


Árstíð: Haust - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5092

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Rifsberjapæ.

Botn:
150 gröm smjör
3 1/2 desilítrar hveiti
1 matskeið rjómi
1 matskeið vatn

Fylling:
100 gröm marsipan
4 desilítrar rifsber
1 1/2 desilíter sykur
1 matskeið kartöflumjöl


Aðferð fyrir Rifsberjapæ:

Stillið ofninn á 200 gráður. Hnoðið öllu saman og kælið deigið í tæpa klukkusund. Klæðið hringlaga bökunarform (24 cm í þvermál) með deginu. Gott er að láta degið ná yfir barma formsins. Pikkið degið með gaffli og forbakið í miðjum ofni í 10 mínútur.

Skolið berin og látið leka vel af þeim í sigti. Rífið niður marsipanið og þekjið kökubotninn með því. Dreifið berjunum yfir. Blandið saman kartöflumjöli og sykri og sáldrið yfir berin. Bakið áfram, í miðjum ofni í 20-25 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

þessari uppskrift að Rifsberjapæ er bætt við af Sylvíu Rós þann 05.09.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Rifsberjapæ
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Rifsberjapæ