Pottréttur með kálfakjöti


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6015

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Bætið sósulit í svo pottrétturinn fái smá lit.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pottréttur með kálfakjöti.

600 grömm kálfakjöt
3 matskeiðar smjör
1 laukur
1 gulrót
100 grömm sellerí
½ púrrlaukur
2 matskeiðar ferskt hakkað basilíkum (eða 1 teskeið þurrkað)
Salt
Pipar
4 desilítara vatn
1 kjötkraftsteningur
2 matskeiðar hveitir
1 desilíter sýrður rjómi
Smá sítrónusafi


Aðferð fyrir Pottréttur með kálfakjöti:

Skerið kálfakjötið í teninga. Skerið laukinn smátt og skerið gulrótina og selleríið í teninga. Skolið púrrlaukinn og skerið hann líka smátt. Bræðið 1/3 af smjörinu í potti og brúnið kálfakjötið. Steikið laukinn með í nokkrar mínútur. Kryddið með salti og pipar. Hellið helmingnum af vatninu útí og skellið kjötkraftinum með. Látið þetta malla í cirka 15 mínútur (það á að vera lok á pottinum á meðan) Bætið því næst gulrótinni, púrrlauk, sellerí, basilikum og afganginum af vatninu útí. Látið þetta malla í korter. Hrærið hveitinu og afganginum af smjörinum saman. Setjið hræringinn í pottinn ásamt sýrðum rjóma. Látið þetta sjóða í 5 mínútur og smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.

þessari uppskrift að Pottréttur með kálfakjöti er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Pottréttur með kálfakjöti
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Pottréttur með kálfakjöti