Pönnukökur með skinku


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5251

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pönnukökur með skinku.

55 grömm hveiti
1 teskeið salt
2 desilítrar mjólk
4 egg
1 teskeið sinnep ósætt
2 matskeiðar olía
2,5 teskeiðar blóðberg (tímian)

Fylling:
200 grömm skinka
200 grömm 26% ostur
1 teskeið blóðberg
1 dós sýrður rjómi

Aðferð fyrir Pönnukökur með skinku:

Blandið saman hveiti og salti og hrærið út með mjólk og eggjum. Blandið sinnepi og olíu saman við. Látið deigið bíða í 30 mínútur. Bakið þunnar pönnukökur fallega brúnar og stráið blóðbergi yfir hverja köku á þá hlið sem er óbökuð og bakið hana svo.

Fylling:
Skerið skinkuna í strimla og rífið ostinn. Setjið sýrða rjómann í smurt mót. Skiptið skinku og 2/3 af ostinum á pönnukökurnar. Rúllið þeim upp og leggið þær með samskeytin niður á sýrða rjómann. Stráið blóðbergi yfir og síðan ostinum. Bakið í ofni við 200 gráður í 20-30 mínútur.


þessari uppskrift að Pönnukökur með skinku er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Pönnukökur með skinku
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Brunch uppskriftir  >  Pönnukökur með skinku