Pönnukökur með hakki


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6612

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pönnukökur með hakki.

Austurlenskar pönnukökur
Deig:
5 desilítrar hveiti
1 teskeið lyftiduft
1/2 teskeið matarsódi
1/2 teskeið salt
7 desilítrar mjólk
50 grömm smjör, brætt
2 egg
1/8 teskeiðar steittar kardimommur

Fylling:
300 grömm hvítkál
2 matskeiðar ólífuolía
1 matskeiðar sojasósa
1 teskeið salt
1/8 teskeið pipar
300 grömm svínahakk
1 blaðlaukur
100 grömm rjómaostur
1 sneiddur blaðlaukur
Smjör og sojasósa til penslunar

Aðferð fyrir Pönnukökur með hakki:

Deig:
Blandið þurrefnunum í skál og hrærið mjólk og egg saman við. Setjið brætt og kælt smjörið að síðustu saman við. Bakið þunnar pönnukökur.

Fylling:
Saxið hvítkálið smátt og látið það krauma í 1/2 matskeið af olíu þar til að það verður meyrt. Kryddið með sojasósu, salti og pipar. Brúnið hakkið í 1/2 matskeið af olíu. Blandið rjómaostinum útí og hrærið þar til hann hefur jafnast vel út. Hrærið saman við hvítkálið. Jafnið fyllingunni á pönnukökurnar og rúllið þeim upp. Brjótið endana á pönnukökunum undir og raðið þeim á smurt eldfast mót. Penslið með smjöri og sojasósu. Bakið við 200 gráður í u.þ.b. 15 mínútur.


þessari uppskrift að Pönnukökur með hakki er bætt við af Sylvíu Rós þann 14.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Pönnukökur með hakki
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Pönnukökur með hakki