Pipp tertaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5029 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pipp terta. Botnar: 3 desilítrar hveiti 2 1/2 desilítri sykur 1/2 desílítri kakó 2 teskeiðar lyftiduft 1/2 teskeið matarsódi 1 teskeið vanilludropar 100 grömm mjúkt smjör 2 egg 1 1/2 desilítri súrumjók 1/2 desilítri sterkt kaffi Fylling: 150 grömm mjúkt smjör 1 desilítri flórsykur 4 Pipp súkkulaði (160 grömm) Krem: 1 1/2 desilítri síróp 1/2 desilítri vatn 1/2 bolli mjúkt smjör 220 grömm Síríus suðusúkkulaði ( konsum) 2 Pipp súkkulaði 100 grömm muldar heslihnetur Aðferð fyrir Pipp terta: Botn: Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið öllu öðru út í og hrærið vel í stutta stund. Smyrjið eitt springform, 2-3 cm í þvermál, eða tvö lausbotna form. Hellið deginu í formið/formin og bakið við 180 gráður í 35-40 mínútur ef notað er eitt form, en í 15-20 mínútur ef notað eru 2 form. Ef bakaður er einn botn, kljúfið hann þá í tvennt. Fylling: Þeytið saman smjörið og flórsykurinn. Saxið súkkulaðið og blandið því saman við. Hrærið vel í kreminu og smyrjið því svo á milli botnana. Krem: Setjið sírópið í pott ásamt vatninu og smjörinu. Látið suðuna koma upp og sjóðið kröftuglega í 2 1/2 mínútu. Takið pottinn af hitanum og látið mesta hitann rjúka úr. Brytjið súkkulaðið og hrærið vel saman við. Hellið kreminu yfir kökuna og látið hana standa í kæli á meðan kremið stífnar aðeins. Setjið muldar heslihnetur á hliðar kökunna. Berið fram með létt þeyttum rjóma. þessari uppskrift að Pipp terta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 07.11.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|