Pastasalat með túnfiskÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7094 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pastasalat með túnfisk. 1 dós túnfiskur í vatni (150 grömm) ½ saxaður rauðlaukur 1 lítill hvítlauksgeiri, saxaður 100 grömm maísbaunir 1 teskeið sítrónusafi Gróft salt og pipar 25 grömm sultuð paprikka, söxuð ¼ desilítri sýrður rjómi 200 grömm pasta penne, soðið Aðferð fyrir Pastasalat með túnfisk: Hellið túnfisknum í sigti og látið vatnið drjúpa af honum. Rífið hann í sundur. Blandið öllum hráefnum saman (fyrir utan pastað). Látið þetta í kæli í 15 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Hrærið túnfisksblöndunni saman við pastað og berið fram. þessari uppskrift að Pastasalat með túnfisk er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|