Pesto pastaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4988 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pesto pasta. Pasta Kjúklingur Beikonbitar Fetaostur Tómatur Aspas Evt. klettasalat eða baby spínat Pesto Aðferð fyrir Pesto pasta: Sjóðið pastað í söltu vatni. Þegar það er soðið skolið það þá í köldu vatni svo það klístri ekki saman. Hellið í stóra skál. Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu ásamt beikoninu. Blandið kjötinu saman við pastað. Skerið grænmetið og hrærið útí. Bætið fetaosti í eftir smekk (einnig er hægt að nota mozzarella eða parmesan). Setjið að lokum cirka 1 teskeið að pesto í réttinn, eða meira eftir smekk. Það tekur ekki meira en 20 mínútur að elda þennan rétt. þessari uppskrift að Pesto pasta er bætt við af Sylvíu Rós þann 16.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|