Pasta í ofniÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6870 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pasta í ofni. 300 grömm pasta 500 grömm nautahakk 1 laukur 1 askja sveppir 1/2 paprikka Krydd eftir smekk 1 desilítri tómatsósa 2 desilítrar barbecuesósa 300 grömm rjómaostur 1 1/2 desilítri mjólk Rifinn ostur Aðferð fyrir Pasta í ofni: Sjóðið pastað í vatni, salti og smá ólífuolíu. Steikið lauk, sveppi paprikku og hakk á pönnu. Bætið kryddinu í og hellið tómatsósu og barbecuesósu yfir. Sjóðið rjómaostinn í mjólkinni þar til hann er bráðnaður. Setjið pastað í eldfast mót og hellið hakkinu yfir. Hellið svo ostasósunni yfir og stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni þar til osturinn er bráðnaður. þessari uppskrift að Pasta í ofni er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 06.01.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|