PartýskinkaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6510 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Partýskinka. 500 grömm frosið spínat 15 grömm smjör 1 laukur 350 grömm soðin hunangsskinka eða hamborgarahryggur 300 grömm sveppir Etv. 1 hvítlauksgeiri 2 matskeiðar hveiti 3 teningar kjötkraftur + vatn 1 desilítri rjómi Salt og pipar Rifinn ostur Aðferð fyrir Partýskinka: Hitið ofninn í 225 gráður. Þýðið spínatið og pressið vatnið frá. Steikið spínatið í potti, með smjöri, lauk, salti og pipar. Hreinsið sveppina og skerið þá í sneiðar. Ristið þá á pönnu, með smjöri, og jafnvel smá hvítlauk. Stráið hveiti yfir og bætið kjötkrafti og smá vatni við. Látið sósuna malla. Leggjið spínatið í botninn á eldföstu móti. Skerið skinkuna í 8 þykkar sneiðar og leggjið þær ofaná. Hellið sósunni yfir. Stráið rifnum osti yfir ef þess er óskað. Hitið þetta í 15-20 mínútur. Berið fram með kartöflum og súpubrauði. þessari uppskrift að Partýskinka er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|