Önd - Uppskrift að öndÁrstíð: Áramót - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 15082 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að önd: 1 önd 2 teskeiðar salt 1/2 teskeið svartur pipar Fylling: 100 grömm sveppir 80 grömm laukur 1 1/2 epli 10 sveskjur steinlausar 1 desilítri brauðrasp 1/2 -1 desilítri rjómi eða mjólk 1 1/2 teskeið engifer, ferskt 1 teskeið salt 1 matskeið smjör Sósa: 6 desilítrar soð og vatn 1 teskeið kjúklingakraftur 1/2 teskeið kjötkraftur 3 matskeiðar hveiti 2 1/2 desilítri rjómi eða mjólk 1/2-1 teskeið engifer, ferskt 1-2 matskeiðar appelsínumarmelaði Salt Pipar 1-2 teskeiðar koníak eða madeira Aðferð: Hreinsið sveppi, flysjið lauk og epli og takið kjarnahúsið úr eplinu. Maukið sveppi, lauk, epli og sveskur í matvinnsluvél. Blandið mauki, raspi, rjóma eða mjólk og kryddi í brætt smjör á pönnu og látið krauma í 2-3 mínútur. Setjið fyllinguna inn í fuglinn og lokið með kjötprjóni. Steikjið í ofni við 160 gráður í 1 1/2 klukkustund. Hellið vatni í skúffuna / ofnpottinn þegar þar er hálftími eftir af steikingartímanum. Sósan: Sigtið soð og fleytið fitunni að mestu ofan af. Mælið soðið í pott og bætið vatni út í þannig að verði 6 desilítrar. Stráið hveiti yfir og bíðið þar til það botnfellur. Hitið. Setjið krydd og marmelaði saman við. Hrærið vel í á meðan suðan kemur upp. Bætið rjóma út í og sjóðið við vægan hita í 5-10 mínútur. Setjið koníak eða madeira út í ( má sleppa) kryddið ef þarf. Berið fram snöggsoðnar perur eða epli með öndinni ásamt kartöflum, rauðkáli og eða soðnu grænmeti. Önd - Uppskrift að önd er bætt við af Elinorgu Baldvinsdóttur þann 27.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|