Önd með ávaxtafyllinguÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5266 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Önd með ávaxtafyllingu. 2 endur Salt Pipar Tímian 2 appelsínur 2 epli 1 lítill laukur 8 sneiðar beikon 3 desilítrar portvín Appelsínusneiðar Steinselja Sósa: 2 matskeiðar hveiti Safi úr einni appelsínu Safi úr einni sítrónu Portvín Salt Pipar Aðferð fyrir Önd með ávaxtafyllingu: Appelsínusneiðar og steinselja eru til skrauts. Nuddið hluta af kryddblöndunni inn í fuglana. Saxið ávextina smátt með berki og hýði, ásamt lauk. Fyllið fuglana með ávöxtum og setjið afganginn í ofnskúffuna ásamt portvíni. Stráið kryddi utan á fuglana, leggið beikonsneiðar yfir bringurnar og setjið á rist yfir ofnskúffuna. Steikið í u.þ.b í 1 klukkustund og ausið öðru hverju úr ofnskúffunni yfir. Takið beikonsneiðarnar af og steikið áfram í 20 mínútur. Glóðið öndina að lokum í 10 mínútur. Veiðið fituna ofan af vökvanum í skúffunni og hellið soðinu í pott. Látið suðuna koma upp og jafnið með hveitinu sem hrært hefur verið út með appelsínuþ og sítrónusafa. Látið sjóða. Setjið soðið úr ofnskúffunni í sósuna og bragðbætið með portvíni og kryddi. Skreytið með appelsínusneiðum og steinselju þessari uppskrift að Önd með ávaxtafyllingu er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|