Ofnbakaður fiskurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 6743 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ofnbakaður fiskur. 2 bollar pasta 500-600 grömm fiskur (ýsa eða þorskur) 1 paprikka 4 meðalstóra gulrætur 1 teskeið salt 1/2 teskeið pipar 1 teskeið sesonall 1/2 teskeið hvítlauksduft 1 pakki sveppa- eða beikonostur 1 desilítri tómatsósa 1/2 dós sýrður rjómi Matvinnslurjómi eða mjólk Ostur Aðferð fyrir Ofnbakaður fiskur: Pastað soðið í saltvatni í cirka 15 mínútur. Ofninn hitaður í 180 gráður. Fiskurinn roð- og beinhreinsaður, skorinn í bita og raðað í eldfast fat. Kryddi stráð yfir. Laukur, gulrætur og paprikka brytjað smátt og steikt í olíu í cirka 2 mínútur síðan dreift yfir fiskinn. Vatninu er helt frá pastanu og því líka dreift yfir. Smurostur settur í skál ásamt tómatsósu og sýrðum rjóma og hrært vel saman, þynnt aðeins með matvinnslurjóma/mjólk svo auðvelt sé að hella því yfir fiskinn. Að lokum er osti dreift yfir réttinn. Bakað í ofni í cirka 20 mínútur. Borið fram með hvítlauksbrauði og fersku salati. þessari uppskrift að Ofnbakaður fiskur er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.11.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|