Öðruvísi súkkulaðikaka


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3391

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Öðruvísi súkkulaðikaka.

Botn:
1 1/4 desilítrar vatn
340 grömm sykur
200 grömm Síríus 70% súkkulaði
125 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsúm)
200 grömm mjúkt smjör
4 stór egg (ekki beint úr kæli)
1 desilítri hveiti

Chili-appelsínusósa:
Börkur af einni appelsínu
Safi úr tveim appelsínum
2 1/2 desilítri sykur
1/2 ferskur, rauður chilipipar
1 matskeið smjör


Aðferð fyrir Öðruvísi súkkulaðikaka:

Botn:
Setjið vatnið í pott ásamt 250 grömmum af sykri og sjóðið þar til sykurinn er bráðnaður. Takið pottinn af hitanum, saxið súkkulaðið og setjið það út í sykurvatnið. Hrærið vel þar til súkkulaðið er bráðnað. Bætið smjörinu smátt og smátt saman við og hrærið með sleif. Þeytið eggin saman við það sem eftir er af sykrinum, þar til blandan verður ljós og létt. Setjið súkkulaðiblönduna út í eggjablönduna með sleikju, setjið hveitið út í og hellið deiginu í formið. Bakið við 180 gráður í vel smurðu tertuformi (23 cm í þvermál) í 30-40 mínútur, þar til kakan er farin að stífna. Takið kökuna úr ofninum og látið mesta hitann rjúka úr henni. Leggið plast eða álfilmu yfir formið á meðan kakan kólnar.

Chili-appelsínusósan:
Rífið börkinn og kreistið safan úr appelsínunum og setjið í pott ásamt sykrinum. Sjóðið þar til sykurinn er bráðinn, hrærið vel í blöndunni á meðan. Saxið piparinn mjög smátt og setjið hann út í sósuna. Látið krauma í 1-2 mínútur. Þeytið smjörið að lokum kröftuglega út í sósuna. Berið sósuna fram volga eða kalda með kökunni. Gott er að hafa sýrðan rjóma með þessari köku.



þessari uppskrift að Öðruvísi súkkulaðikaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 07.11.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Öðruvísi súkkulaðikaka
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Öðruvísi súkkulaðikaka