Öðruvísi kjúklingabringur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 15118

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Einföld og góð uppskrift að kjúkling með pasta
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Öðruvísi kjúklingabringur.

Cirka 100 gröm beikonbitar
3-4 kjúklingabringur
1 dós hakkaðir tómatar
½ laukur
½ græn paprikka
Smá olía
Sykur eftir smekk
6 fersk basílíkumblöð
Salt og pipar

Meðlæti:
Pasta penne
Rifinn ostur


Aðferð fyrir Öðruvísi kjúklingabringur:

Skerið kjúklingabringurnar í bita. Setjið smávegis olíu í pott og steikið beikonið. Bætið kjúklingnum í pottinn ásamt niðurskornum lauk. Steikið kjúklinginn í gegn. Hellið tómötunum í pottinn og kryddið með salti og pipar. Ekki salta of mikið því beikonið er salt fyrir. Bætið paprikkunni útí og 4 basílikumblöðum (rifnum). Stráið sykri yfir eftir smekk. Látið svo sjóða í 15-20 mínútur.

Berið fram með pasta penne og 2 basílikumblöðum til skreytingar og stráið rifnum osti yfir allt saman.


þessari uppskrift að Öðruvísi kjúklingabringur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Öðruvísi kjúklingabringur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Öðruvísi kjúklingabringur