Núðlusúpa með kjötbollum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3847

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Núðlusúpa með kjötbollum.

200 grömm hrísgrjónanúðlur (vermiceli)
8 þurrkaðir sveppir
240 grömm svínahakk
2-4 hvítlauksrif
2 litlir laukar
2 vorlaukar
4 matskeiðar olía
1 lítri kjúklingasoð eða 1 lítri vatn og stór kjúklingateningur
2 matskeið fiskisósa
2 matskeið ljós sojasósa
1 teskeið hvítur pipar



Aðferð fyrir Núðlusúpa með kjötbollum:

Leggið núðlurnar í kalt vatn í um 10 mínútur. Látið vatnið síðan renna vel af þeim í sigti. Leggið sveppina einnig í kalt vatn í um 10 mínútur. Látið vatnið renna af þeim og saxið þá gróft. Mótið með höndunum í 10-12 litlar bollu úr svínahakkinu.
Fínsaxið hvítlaukinn og laukana á ská í litla bita. Notið aðeins græna hlutann. Setjið til hliðar.

Hitið olíuna á steikarpönnu. Steikið hvítlaukinn þar til hann verður gulur. Setjið til hliðar. Setjið kjúklingasoð í pott og látið suðuna koma upp. Setjið þá svínakjötbollurnar út í. Látið krauma í nokkrar sekúndur. Bætið út í fiskisósu, sojasósu, sveppum lauk og hvítum pipar. Hrærið í pottinum á milli eða um leið og nýtt hráefni fer í hann. Setjið núðlurnar út í og hrærið varlega. Hellið súpunni í skálar. Skiptið steikta hvítlauknum niður á skálarnar og skreytið að lokum með niðurskorna vorlauknum.

þessari uppskrift að Núðlusúpa með kjötbollum er bætt við af Sylvíu Rós þann 31.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 33 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Núðlusúpa með kjötbollum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Thailenskur matur  >  Núðlusúpa með kjötbollum