Nautakjöt með spergilkáli


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6051

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Nautakjöt með spergilkáli.

450 grömm nautakjöt
400 grömm spergilkál
1 blaðlaukur
2 hvítlauksgeirar
2 cm engiferrót
2 matskeiðar olía
200 ml vatn
5 matskeiðar ostrusósa

Aðferð fyrir Nautakjöt með spergilkáli:

Skerið kjötið í þunnar sneiðar með beittum hníf. Snyrtu spergilkálið og skerðu sverustu stönglana frá. Skiptu kálinu í vendi. Hreinsaðu blaðlaukinn vel og saxaðu hann. Saxaðu hvítlaukinn og engiferrótina smátt. Hitaðu olíuna í wok pönnu eða á þykkbotna pönnu. Settu kjötið á pönnuna, helminginn í senn, nema að pannan sé mjög stór og steiktu það við hæsta hita í 2-3 mínútur, hrærðu stöðugt í á meðan. Taktu það svo upp með gataspaða, settu á disk og steiktu afganginn. Taktu seinni skamtinn líka af pönnunni. Steiktu kálið í 2 matskeiðum af vatni. Settu blaðlauk, hvítlauk og engifer á pönnuna og steiktu í 2 mínútur. Helltu ostrusósunni og vatninu á pönnuna og láttu sjóða undir loki þar til komin er fremur þykk og klístruð sósa. Hrærðu kjötinu saman við og taktu pönnuna af hitanum. Berðu réttinn fram með hrísgjónum eða núðlum.


þessari uppskrift að Nautakjöt með spergilkáli er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Nautakjöt með spergilkáli
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Nautakjöt með spergilkáli