Medalíur með salati


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Já - Slög: 1983

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Medalíur með salati.

2 medalíur af svínasteik, cirka 100 grömm
Salt og pipar
2 teskeiðar af olíu

Salat:
1 rautt epli
½ toppkál (cirka 200 grömm)
2 vorlaukar

Dressing:
1 desilítri hrein jógúrt
½ matskeið ferskur engifer
¼ teskeið karrý
2 matskeiðar pistasíuhnetur


Aðferð fyrir Medalíur með salati:

Skerið eplið í þunna báta, skerið kálið niður og saxið vorlaukinn smátt. Hellið öllu í skál. Smakkið jógúrt til með söxuðum engifer, karrý, salti og pipar. Blandið dressinguna saman við salatið og stráið söxuðum pistasíuhnetum yfir.

Þerrið kjötið og kryddið með salti og pipar. Hitið olíuna á pönnu, við háan hita. Brúnið kjötið í 1 mínútu á hvorri hlið, lækkið niður á meðal hita og steikið áfram í cirka 2 mínútur, á hvorri hlið.
Berið fram með salatinu.

þessari uppskrift að Medalíur með salati er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Medalíur með salati
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Svínakjötsuppskriftir  >  Medalíur með salati