Marsipanhjarta


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2692

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Marsipanhjarta.

1 egg
1 desilítri volg mjólk
¾ teskeið fínt salt
1 matskeið sykur
12 grömm þurrger
300 grömm hveiti
1 desilítri olía

Fylling:
4 matskeiðar olía
3 matskeiðar púðursykur
175 grömm rifið marsipan
2 teskeiðar rifinn appelsínubörkur

Skreyting: 50 grömm möndluflögur



Aðferð fyrir Marsipanhjarta:

Hrærið eggið saman, geymið cirka ½ matskeið til hliðar, til penslunar. Hellið mjólk, eggi, salti og sykri saman í skál. Blandið gernum saman við helminginn af hveitinu og hrærið því í mjólkurblönduna. Blandið olíu og afgangnum af hveitinu í. Hnoðið allt vel saman. Látið þetta lyfta sér á heitum stað, í cirka 30 mínútur.

Hrærið olíu saman við púðursykur, marsipan og appelsínubörk. Setjið degið á hveitistráð borð og hnoðið það aðeins aftur. Rúllið því út í cirka 18x75 cm. Smyrjið fyllinguna á og rúllið deginu upp, eins og rúllutertu. Leggjið “rúllutertuna” á plötu, með bökunarpapír og gerið hana hjartalaga. Pressið hana flata og skerið skurð niður að fyllingunni allan hringinn. Hrærið ½ matskeið af eggi saman við ½ matskeið af vatni og penslið á. Stráið möndluflögum yfir. Bakið í miðjum ofni, i cirka 25 mínútur, við 200 gráður.


þessari uppskrift að Marsipanhjarta er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Marsipanhjarta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Marsipanhjarta