Marengsdraumur með súkkulaðimúsÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3413 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Marengsdraumur með súkkulaðimús. Botnar: 8 eggjahvítur 4 desilítrar sykur 200 grömm marsipan (hrámarsipan) Súkkulaðimús: 300 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsúm) 200 grömm Síríus rjómasúkkulaði, hreint 6 desilítrar rjómi 4 eggjarauður 4 matskeiðar sykur Aðferð fyrir Marengsdraumur með súkkulaðimús: Botnar: Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt út í (1 desilítri í senn). Þeytið vel þar til blandan verður að þykkum marengs. Rífið marsipanið á rifjárni og setjið það saman við marengsinn í áföngum með sleikju eða sleif. Teiknið fjóra hringi á bökunarpappír með blýanti (notið t.d. disk til að mæla stærðina). Snúið örkinni við og setjið á ofnplötu. Setjið degið á bökunarpappírinn og notið hringina sem mál. Bakið við 150 gráður neðst í ofninum í 30 mínútur eða þar til yfirborðið er orðið ljósbrúnt að lit. Slökkvið þá á hitanum og kælið botnana í ofninum. Fjarlægið bökunarpappírinn og geymið botnana í kæli þar til þeir eru settir saman. Súkkulaðimús: Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði við vægan hita. Hrærið í því á meðan það bráðnar. Stífþeytið rjómann. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman þar til blandan er ljós og létt. Bætið bráðna súkkulaðinu smátt og smátt út í og hrærið vel. Hrærið rjómanum saman við með sleikju og geymið kremið í kæli þangað til kaka er sett saman. Einnig má smyrja kremi ofan á kökuna. þessari uppskrift að Marengsdraumur með súkkulaðimús er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 07.11.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|