MarengsdesertÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 0 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3433 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Marengsdesert. 200 grömm púðursykur 4 eggjahvítur 1-2 pakkar jarðaber (ef þér finnst jarðaber vond, þá er hægt að setja bláber eða eitthvað annað). 0.5-1 lítri rjómi 1-2 matskeiðar sykur 1-2 matskeiðar af sólberjasvala Aðferð fyrir Marengsdesert: Þeyttu eggjahvíturnar vel og lengi og bættu púðursykrinum í smátt og smátt. Þeyttu þetta saman lengi. Stingdu þessu svo inní ofn á bökunarpappír (formið skiptir engu máli). Stilltu ofninn á 175 gráður í og bakið þetta í cirka 60 mínútur. Þegar marengsinn er tilbúinn þeytirðu rjóman, en ekki of mikið. Settu skorin jarðaber í skál með sykrinum og sólberjasvalanum, hrærðu því saman. Brjóttu marengsinn í bita og helltu honum út í rjóman með 3/4 af jarðaberjunum. Hrærðu því svo saman með sleif og skammtaðu í fínar skálar eða lítil glös á fæti. Afgangurinn af jarðaberjunum er settur ofan á desertinn. Þetta er alveg æðislegur desert og er í mínu uppáhaldi. Gjörið svo vel. þessari uppskrift að Marengsdesert er bætt við af Laufey Hjaltested þann 15.05.09. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 35 áskrifendur.
|