Léttur eftirréttur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6727

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Léttur eftirréttur.

5 desilítrar hveiti
1 teskeið lyftiduft
1/2 teskeið matarsódi
1/2 teskeið salt
7 desilítrar mjólk
50 grömm smjör, brætt
2 egg
1/8 teskeiðar steittar kardimommur

Fylling:
2 kívíávextir
8 niðursoðnir aprikósu-helmingar
4 ananashringir
2 eggjahvítur
1/2 desilítri+1 matskeið sykur

Sósa:
1 desilítri ananassafi
1 desilítri aprikósusafi
100 grömm hreinn rjómaostur



Aðferð fyrir Léttur eftirréttur:

Deig:
Blandið þurrefnunum í skál og hrærið mjólk og egg saman við. Setjið brætt og kælt smjörið að síðustu saman við. Bakið þunnar pönnukökur.

Fylling:
Hitið ofninn í 250 gráður. Afhýðið kívíávextina og látið safann drjúpa vel af aprikósunum og ananasinum. Geymið safann: Jafnið ávöxtunum yfir pönnukökurnar, brjótið þær saman og raðið í smurt eldfast mót. Hitið saman ananassafa, aprikósusafa og rjómaost. Þeytið eggjahvíturnar með 1/2 desilítra af sykri og setjið eggjahvítutoppa ofan á hverja pönnuköku. Stráið sykrinum yfir og glóðið þar til hvíturnar verða gulbrúnar að ofan. Berið fram heitt með heitri sósunni.

þessari uppskrift að Léttur eftirréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 14.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Léttur eftirréttur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Léttur eftirréttur