LaxasteikÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6881 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Laxasteik. Laxasteik 3-4 matskeiðar matarolía Salt og pipar 200 grömm hörpuskel 200 grömm humar, skelflettur 2-3 matskeiðar matarolía 6 matskeiðar rúsínur 8 matskeiðar sólblómafræ 3-4 desilítrar rjómi 2 matskeiðar sósujafnari Salt og pipar Aðferð fyrir Laxasteik: Skerið rákir í laxinn, í gegnum roðið. Snöggsteikið síðan á roðhliðinni, þar til roðið er stökkt. Kryddið með salti og pipar og snúið við. Léttsteikið á roðlausu hliðinni. Stingið í 200 gráðu heitan ofn, í 8-10 mínútur. Brúnið sólblómafræ á heitri, þurri pönnu. Hitið síðan matarolíuna og snöggsteikið rúsínur, humar, hörpuskel og sólblómafræ. Bætið rjómanum út á, látið sjóða og þykkjið með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar. Berið laxinn fram með rjómasósunni og kartöflum. þessari uppskrift að Laxasteik er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|