Lax með spínati![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6748 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lax með spínati. 4 laxasneiðar 1 sæt kartafla ½ poki feskt spínat ½ dós kókosmjólk 1 teskeið rautt karrímauk 1 matskeið fiskisósa Safi úr ½ sítrónu 1 teskeið púðursykur Salt Pipar Ólífuolía ![]() Aðferð fyrir Lax með spínati: Smyrjið botninn á eldföstu móti með ólífuolíu og setjið síðan spínatið í. Raðið laxasneiðum ofan á spínatið, saltið og piprið. Flysjið sætu kartöfluna og skerið hana í strimla og dreifið þeim jafnt fyrir réttinn. Blandið saman, í sér skál, kókosmjólk, karrímauki, fiskisósu, límónusafa og púðusykri. Hrærið vel í þar til karrí og sykur hafa leysts upp. Hellið sósunni yfir réttinn og bakið í 25-30 mínútur, við 200 gráður. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og salati. þessari uppskrift að Lax með spínati er bætt við af Sylvíu Rós þann 02.06.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|